Listening to Northern Lights - Steve McGreevy - AroralChorus -norðuljósahjómhlustari
...þette er sVooo fallegt!
Falleg falleg hljóð!
25.janúar.'99 kl:2015 (28 klst, 15 min áður en HrefnaRós var 8 ára - þá var hún heima hjá pabba sínum á Íslandi) var ég í litlu bíóhúsi í Hilversum og sá hina dásamlegur mynd PICTURE OF LIGHT eftir Peter Mettler , þar sem hann myndar norðurljósin í Canada í norðangadda.
Ég á mína bestu minningar tengdar norðangaddanum, ísilögðu fljótinum og litglöðum trylltum norðuljósadans.
Ég á líka dásamlegan draum tegndan þessum mynningum sem ég þarf að myndgera og frammkalla fyrir mig og aðra. Síaðn stefni ég á að láta annan draum fæðasat það að fara til Canada. Á hjólhýsi með allar þær græjur sem ég þarf. Kannski skoða ég og forvitnist um ferðir forfeðra minn, sem yfirgáfu Skaftafells-svæðið og héldu vestur.
Man eftir að vera tilraunadýr...þáttakandi í rannsókn...þar sem skoðaðir voru ættingjar vestanhafs og svo við hér heima...var lítil ca.8-9...man ekki um hvað þetta snérist, en eitthvað í sambandi við heilsuástand.
EN fyrsta verk mitt tengt skarti var um fegurð þess að vera í návist norðuljósa. Verk sem ég gerði hjá Dinie Besems - Við vorum látin leika okkur af orðum og hugsa um orð sem skart. Skartljóð - OG það sem ég hugsaði mér kemur svo myndrænt fram í þessu videoi hér að ofan. ......Norðuljósahringur sem dansar hringinn um norðskaut jarðar....
En ljóðið glataðist með búslóð minni sem varð ónýt um sumarið - vatn flæddi á allt og þar eyðilagðist ýmislegt m.a. norðuljósa-ljóðið. Ég man ekki ljóðið, en ég man hvaða mynd ég hafði í huga og ég man þessa settningu...like Aurora Borelis dansing above your head...Ég var að hugsa um návist mannveru sem heillar mann, sem skart - fegurð aðdráttaraflsins. Skart sem væri eins og árukrans. Árukrans sem væri ekki í kringum líkamana allan, eins og talað er um, heldur safnaðist eins og kóróna um höfuðið. Þá einning eins og dans norðurljósa fyrir ofan okkur á stjörnubjörtum himni - rétt eins og á videoinu.
Tuesday, March 27, 2007
Subscribe to:
Post Comments (Atom)
No comments:
Post a Comment